Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[17:19]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þakka þér fyrir þessa einu mínútu. Ég held að stjórnsýslulögin eigi almennt ekki við eftir þetta mál en ef eitthvað í lögum um þjóðkirkjuna getur varðað réttindi og skyldur getur sú ákvörðun talist stjórnsýsluákvörðun. Þetta á við um margar stofnanir og félög, ég nefndi Landsnet. Það var nú bara úrskurður dómstóla einhvern tímann, held ég, að ákveðin ákvörðun þar lyti ákvæðum stjórnsýslulaga vegna þess hvers eðlis hún var miðað við lögbundnar skyldur félagsins. Það kunna alltaf að vera markalínur í þessu og það metið hverju sinni. En ég hef ekki áhyggjur af því varðandi það að afgreiða þetta frumvarp. Mér finnst það tiltölulega einfalt og skýrt. Það er verið að slíta á tengslin, sem mér finnst allt í lagi og getur jafnvel styrkt þjóðkirkjuna. En ég er ekki tilbúinn að láta af stuðningi (Forseti hringir.) meðan hún hefur þessar skyldur og sinnir þessum verkefnum.