150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[21:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Væri þá ekki einmitt eðlilegt að fá upp á borðið hver sú skuldbinding er þegar allt kemur til alls, eins og á að vera komið fram núna fyrir ríkisreikning 2019?

Annað sem mig langar til þess að spyrja hv. þingmann: Í 79. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um kirkjuskipan og þjóðaratkvæðagreiðslur þegar kirkjuskipan er breytt. Ég held að í þessu máli, alla vega á einhverjum tímapunkti, sé verið að breyta þjóðkirkjunni frá því að vera A-hluta stofnun og starfsmönnum og prestum kirkjunnar úr því að vera opinberir starfsmenn í að vera í frjálsum félagasamtökum, þannig séð. Hvenær í því ferli myndi það breyta kirkjuskipan nægilega mikið til þess að verða þess valdandi að það þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja þær breytingar?