150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[22:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta skjal sem hv. þingmaður vísar í er ekki rétt skjal. Það vantar fylgiskjal númer tvö sem kom út árið 1993. (Gripið fram í.) Þar eru allar eignirnar. Það er skjal upp á um 350 bls. með öllum eignunum upp á krónu. Það er að mínu viti í rauninni mjög auðvelt að komast tiltölulega nálægt raunvirði þessara eigna með því einfaldlega að skoða mun á fasteignamati annars vegar og þinglýsingum hins vegar á þeim jörðum sem voru seldar á þessum tíma og hafa verið seldar síðan þá. Hver er munurinn á fasteignamatinu almennt séð og þinglýsingarsölu hins vegar? Þá ættum við að vera komin með nokkurn veginn margfaldarann á milli, hvað vantar þarna upp á. Margfaldari frá 1 milljarði verður aldrei að þeim tölum sem hv. þingmaður hefur talað um varðandi vaxtagreiðslur.