150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Alvarlegustu athugasemdirnar sem ég gerði við þetta fjáraukalagafrumvarp eru að þetta eru fjáraukalög samkvæmt gömlu formúlunni. Þau eru ekki skilgreind eða tengd við stefnu eða markmið stjórnvalda eins og þau eru lögð fram í fjármálaáætlun eða fjárlögum. Að sjálfsögðu á fjáraukalagafrumvarpið líka að fylgja því formati. Það gerir okkur voðalega erfitt fyrir með að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga, að fylgjast með að rétt og vel sé farið með fjármuni almennings. Ég tek undir þá gagnrýni sem hefur komið fram hjá öðrum þingmönnum um þau skilyrði.

Á dagskrá er líka 10.20 Trúmál, um þjóðkirkjuna. Ef það er rétt, óhjákvæmilegt, óvænt og ýmislegt svoleiðis er það greinilega ekki hluti af samningnum af því að það á að leggja það til. Þeir hefðu verið mjög fyrirsjáanlegir (Forseti hringir.) o.s.frv. þannig að við segjum að sjálfsögðu nei við þessu, þetta er ekki hluti af neinum samningum.