150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er smáljósglæta í þessu sem lýsir inn í þann myrka frumskóg skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga sem eru í þessum fjárauka, sú ljósglæta að öryrkjar eiga að fá 10.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Þetta er risastórt hænuskref og ég vona að ríkisstjórnin sé núna búin að sjá ljósið, hætti að skatta og skerða öryrkja í framtíðinni og sjái til þess að þegar hún lætur öryrkja fá hungurlús skili hún sér alla leið skatta- og skerðingarlaust.

Þess vegna mun ég segja já.