150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[10:53]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Höllu Signýju fyrir skörulega framsögu. Það er aðeins eitt sem ég velti fyrir mér á þessum skamma tíma og það er hvernig staðan sé núna hjá félags- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans til að halda utan um málaflokkinn og fá til sín þetta risastóra verkefni sem á að heita hagræðing og mun verða það vonandi að flestu leyti þegar upp er staðið. Við erum að tala um raforkuöryggi sem við höfum ekki farið varhluta af að sjá núna hvernig hefur tekist til með. Við erum að tala um brunavarnir. Eru einhverjir sérfræðingar komnir á svæðið? Hvernig er staða ráðuneytisins núna til að halda utan um þetta nýja krefjandi verkefni?