150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[10:54]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er aðallega að vísa til Mannvirkjastofnunar. Við fengum til okkar á þingflokksfund ekki alls fyrir löngu yfirmann hjá slökkviliðinu og sjúkraflutningum sem sagði okkur einfaldlega að það væri engin fagþekking til staðar í ráðuneytinu til að halda utan um málefni Mannvirkjastofnunar. Ég get alla vega upplýst hv. þingmann um það — því að ég trúi honum, enda var hann með ýmis gögn því til staðfestingar. Þess vegna hugsar maður með sér hvort kannski hefði ekki átt að tryggja fyrst að til þess bærir aðilar tækju Mannvirkjastofnun, eins og hún er mikilvæg, áður en við færum að sameina. Það er oft sem mér hefur fundist við reisa loftnetið áður en er búið að byggja grunninn.