150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er heldur ekki tekið á því hér að ríkinu sé í raun bannað að eiga þennan hugbúnað (Gripið fram í.) þannig að ég geri ráð fyrir því ef fjármálaráðherra hefur talað fyrir því að hagkvæmustu leiðanna verði leitað, hvort sem er með því að ríkið eignist þennan hugbúnað, reki hann og bjóði út eða eitthvað svoleiðis, sé ekkert verið að taka fyrir það. Ég treysti því að þessi stofnun leiti þá bestu leiðarinnar hvað varðar tækni og hagkvæmni fyrir það hlutverk sem hugbúnaðurinn á að gegna.