150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég hef ekki áhyggjur af því að eitthvað sé að eða að verið sé að plotta með eitthvað sem ekki reynist nógu tryggt og öruggt fyrir okkur. Þetta mál hefur náttúrlega verið í miklum undirbúningi og er komið það langt, eins og kom fram þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, að bæði Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður voru mjög áfram um að þetta yrði gert og yrði að klára núna. Málið fékk þriggja vikna umsagnarfrest og skilaði sér inn fjöldi umsagna og við fengum fjölda gesta þannig að við unnum þetta eins vel og hratt og við gátum. Ég held að ekkert hafi hrokkið út af borðinu hvað þetta varðar. En við tryggjum það bara og treystum því, enda hefur þetta mál verið í undirbúningi í marga mánuði innan ráðuneytisins og milli þessara stofnana.