150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessar áhyggjur komu inn í nefndina og voru reifaðar þar og við tökum undir þær í nefndaráliti. Við höfum áhyggjur af þessum málum og brýnum nýja stofnun til að halda þétt utan um þau. Ákvörðun um hvar þessi mál ættu að liggja var búið að taka á fyrri stigum þegar málið var í vinnslu innan ráðuneytisins og hjá fleirum í ferlinu, enda kom það fram í fýsileikakönnun þar sem það var tekið upp hvort eftirlitsþátturinn hentaði betur á öðrum stað að niðurstaðan var sú að svo væri ekki. Þannig að við fórum ekkert endilega í þá vinnu að kanna það sérstaklega þegar búið var að taka ákvörðun. En við tökum virkilega undir þessar áhyggjur og ég er sammála hv. þingmanni að það verður að halda virkilega vel utan um þessa þætti, eins og t.d. í Skorradalnum og á fleiri stöðum þar sem þetta er verulegt áhyggjuefni.