150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:27]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar í seinna andsvari að inna þingmanninn eftir því hvort í seinni breytingartillögu minni hlutans sé ekki verið að draga dálítið mikið tennurnar úr byggingagáttinni með því í rauninni að t.d. taka burtu þá skyldu sem mun eftir lagasetninguna vera á sveitarfélögum að nota þennan gagnagrunn, nota þessa gátt. Hlutverk húsnæðisgrunnsins og byggingagáttarinnar er í rauninni tekið í burtu með því að það er ekki lengur neinn áskilnaður í lagaákvæðinu. Eða hvað? Ég veit ekki hvort ég er að misskilja þetta. Mér finnst þetta aftur verið dálítið mikil þrenging.

Varðandi síðan hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og þær áhyggjur sem þingmaðurinn viðraði þá sýnist mér a.m.k. að í 19. gr., þar sem er farið yfir að taka þétt utan um bæði verkefni og hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sé nú býsna löng (Forseti hringir.) og góð upptalning á því sem eru verkefnin og ekki ástæða til að ætla annað en að þessar stofnanir munu áfram hafa þau verkefni með höndum.