150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:29]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Nei, ég tel ekki að það sé á nokkurn hátt verið að draga tennurnar úr hlutverki gáttarinnar eða tilgangi með henni, hreint ekki. Hér er talað um að stofnunin skuli starfrækja gagnasafn í samræmi við ákvæði laga um mannvirki. Það er tilvísun í lög um mannvirki, tilvísun í önnur lög, þannig að ég held að það sé óþarfi að hafa áhyggjur af því að það sé á nokkurn hátt verið að draga tennurnar úr eða koma í veg fyrir markmið þessa ákvæðis.