150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[12:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir. Ég geri ráð fyrir að ráðherra fylgist með öllum þessum þáttum og bregðist við með einhverjum hætti, t.d. með því að hækka framlög eða hvetja til úrræða á þeim vettvangi fyrir fatlaða. Ég held því fram að hann komi til með að fylgjast með öllum þessum þáttum, enda hvetjum við hann til þess, og bregðast við á viðeigandi hátt, annaðhvort með hækkun stofnframlaga eða einhverju viðunandi búsetuúrræði sem finnst.