150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[12:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni síðara andsvar. Meiri hlutinn tekur undir það samkomulag sem var gert í lífskjarasamningnum í vor og við erum að fylgja eftir áherslum hans. (Gripið fram í.) Ekki endilega, þetta er tímabundin breyting til að svara kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Eins og hér kemur fram er sá hópur sem hefur kannski helst lýst áhyggjum af þeim sem falla út af borðinu — sem við teljum óþarfar — að þá verði horft til þessa hóps sérstaklega, fylgst með og brugðist við með ákveðnum aðgerðum. Ég held að það sé alveg nógu skýrt. Það verður gert, vonandi og örugglega. (Gripið fram í.)