150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[18:47]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að fjalla um frumvarp um miklar breytingar á tollkvótum og úthlutun þeirra. Ein veigamesta breytingin er að fastsetja árlega úthlutun tollkvóta. Í nefndinni urðu góðar breytingar á frumvarpinu og ég held að það skipti miklu máli því að við erum að umbylta þessu kerfi. Við lögðum til að náið yrði fylgst með þessari þróun og þróun á tollvernd almennt. Við jukum við tollvernd á ákveðnum tegundum í grænmeti eins og kartöflum og gulrófum sem skiptir miklu máli. Við tókum út svínin og þessar breytingar skipta miklu máli sem og tímabil árstíðabundinna landbúnaðarvara. Við bjuggum svo um hnútana að það yrði sveigjanlegt kerfi því að það sem við viljum ekki og ekki grænmetisbændur er, að við horfum upp á skort á ákveðnum vörum, og þess vegna þarf sveigjanleikinn að vera til staðar.