150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög.

433. mál
[18:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um samning um starfsskilyrði nautgriparæktar. Það er verið að framfylgja samkomulagi við greinina um þetta og það er ánægjulegt að kúabændur hafi samþykkt þennan samning með 76% greiddra atkvæða. Með þessu er verið að auka fyrirsjáanleika í greininni og það er greinilega eindreginn vilji kúabænda að hafa kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Þeir greiddu um það atkvæði og vildu 89% þeirra halda kvótakerfinu. Nú er með þessu samkomulagi og samningi verið að auka fyrirsjáanleika og hjálpa bændum í rekstraráætlunargerð þeirra. Það er vitað að mikið frost hefur verið á mjólkurmarkaði, ef svo má segja, ekki alveg ísgerð samt. Ungir bændur geta nú vonandi verslað mjólk til að standa undir búum sínum.