150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög.

433. mál
[18:57]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Þetta er ákvæði sem eykur frelsi á markaði, eykur rétt neytenda, styrkir gegnsæið og ýtir undir að almennar reglur samkeppnismarkaðar gildi um landbúnaðinn, gildi um mjólkuriðnaðinn og hygli ekki einu fyrirtæki umfram annað. Út á það gengur þetta mál og það er forvitnilegt að sjá hvaða flokkar eru á móti því. Sumt kemur ekki á óvart en það kemur auðvitað á óvart að frelsisstyrkjandi flokkar styrki ekki þetta mál. Hér eru atkvæði greidd gegn því að almennar samkeppnisreglur gildi um mjólkurmarkaðinn á Íslandi og því miður sýnist mér það vera fellt hér.