150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög.

433. mál
[18:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Bara til að bæta aðeins við það sem kom fram í nefndinni vil ég segja að gerðir voru samningar og þeir samþykktir en þeir eru samt sem áður háðir samþykki Alþingis. Það er það sem við erum að gera hér sem þýðir að þessir samningar eru ekki bindandi fyrr en við samþykkjum þá hér þannig að ábyrgðin er hérna á endanum svo það sé alveg ljóst.