150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

landlæknir og lýðheilsa.

62. mál
[19:21]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu lætur ekki mikið yfir sér. Það einkennist af yfirlætisleysi en í hógværð er fegurðin fólgin. Þetta er mikilvæg breyting, kallast á við skipulagsstefnu, upplýsingar og áherslur í heilbrigðisþjónustu. Skráningu er ábótavant í heilbrigðiskerfinu. Embætti landlæknis ber að sjá til þess að hún sé í lagi. Þetta frumvarp kallar fram ýmsar brotalamir á því sviði. Við vitum harla lítið um afdrif sjúklingahóps sem telur nærfellt 5.000 einstaklinga, hóps sem þarfnast sérfræðiþjónustu fagfólks, raunar frá upphafi greiningar.

Við þurfum að bæta hér úr. Að því miðar þetta góða frumvarp og ég styð það heils hugar.