150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

landlæknir og lýðheilsa.

62. mál
[19:22]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um lítið og yfirlætislítið frumvarp sem skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli. Með samþykkt þessa frumvarps lyftum við heilabilunarsjúkdómum upp í umræðunni. Við erum í rauninni að segja sem löggjafarsamkunda að þessir sjúkdómar skipti okkur sem samfélag gríðarlega miklu máli og að við viljum sem samfélag vita það um þá sem hægt er að vita.

Þetta er mikið fagnaðarefni og ég þakka hv. velferðarnefnd fyrir vinnuna við frumvarpið.