150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[19:35]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir orð hv. formanns velferðarnefndar, Helgu Völu Helgadóttur, um frumvarpið. Við fengum of lítinn tíma til að fjalla um málið í nefndinni. Þetta gæti verið góð breyting en mér finnst ég ekki geta tekið nægilega upplýsta ákvörðun um hana út af stuttum tíma sem við fengum til umsagna og af því að umsagnir voru í raun og veru bara hunsaðar. Við fengum heldur ekki nægilega marga gesti og því verð ég að sitja hjá.

Þingflokkur Pírata situr hjá í þessu máli en að sjálfsögðu greiðum við atkvæði með breytingartillögu minni hlutans enda erum við í stjórnarandstöðunni saman á því nefndaráliti.