150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[19:36]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum til atkvæða um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Hér er á ferðinni ljómandi gott mál og hluti af því er afrakstur vinnu átakshóps um húsnæðismál sem fulltrúar vinnumarkaðarins, einhverra ráðuneyta og fleiri sátu í. Það er mikilvægt að klára þetta mál núna og ég þakka hv. velferðarnefnd og formanni hennar fyrir þá vinnu sem í málið var lögð. Það er rétt að tíminn var knappur en ég tel að við höfum náð ágætislendingu.