150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:45]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við með þriðja málið frá hæstv. félags- og barnamálaráðherra sem kom vanbúið til þingsins þrátt fyrir að vera hluti af svokölluðum lífskjarasamningi. Þetta mál var í samráðsgátt stjórnvalda í eina viku síðasta sumar og liðu sex mánuðir þangað til málið barst til þingsins. Það komu mjög alvarlegar athugasemdir frá Félagsbústöðum hf., velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Öryrkjabandalaginu og Brynju – hússjóði ÖBÍ sem meiri hluti nefndarinnar tók ekkert tillit til og verður að segjast að það eru mjög mikil vonbrigði að ekki sé hlustað á svo mikilvægar umsagnir sem bárust nefndinni vegna þessa máls.