150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í þingflokki Flokks fólksins sitjum hjá út af þessu máli. Að mörgu leyti er málið gott en það sem er slæmt við það er að stór hópur gleymist, öryrkjar, þeir sem eru hjá Félagsbústöðum. Það er ekki tryggt að þessir aðilar fái neitt. Við verðum að átta okkur á því að yfir 600 manns eru á biðlista hjá Brynju – hússjóði og það er búið að loka biðlistanum. Það er ótrúlegur fjöldi á bið hjá sveitarfélögunum eftir íbúðum. Þegar saman er tekið eru eitthvað á annað þúsund að bíða. Það er ekki tekið á því í þessu frumvarpi sem er miður vegna þess að þetta er sá hópur sem þarf líka virkilega á að halda að fá sitt fram.

Þess vegna sit ég hjá.