150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[20:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er alveg með ólíkindum að staðan skuli vera eins og hún er og að hæstv. ráðherra skuli láta það út úr sér að lífsgæðasamningarnir séu þar af leiðandi ekki fyrir öryrkja. Þetta er nákvæmlega eins og að kjaragliðnunin er ekki fyrir öryrkja eða þá sem þurfa mest á því að halda, ekki frekar en að hækka samkvæmt launavísitölu. Hér kemur greinilega fram að það á að sjá til þess að öryrkjar verði áfram á biðlista. Það á að sjá til þess að ekki verði hægt að skrá sig á biðlista hjá Brynju – hússjóði. Það er með ólíkindum að alltaf skuli vera tekið af þeim verst settu, að þeir skuli vera settir aftast. Ég skal veðja við ykkur að það er ekki þóknanlegt verkalýðshreyfingunni. Ég veit ekki hvers vegna hann telur að þetta sé eingöngu fyrir þá sem eru vinnandi en hann á að bregðast við því og taka alla með en ekki taka einn hóp út úr.