150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

neytendalán.

223. mál
[20:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þær breytingar sem við erum að fara að greiða atkvæði um snúa að lögum um neytendalán. Þeim er ætlað að þrengja að starfsemi smálánafyrirtækja og bæta neytendavernd sem er löngu tímabært. Lengi hefur verið kallað eftir breytingum sem þessum. Neytendastofa, Neytendasamtökin, umboðsmaður skuldara og fleiri hafa lengi kallað eftir þessum breytingum. Málið tók jákvæðum breytingum í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og það yrði enn betra ef hv. þingmenn samþykktu breytingartillögur minni hlutans um að það þurfi leyfi þannig að hægt sé að taka leyfið af fyrirtækjunum þegar þau brjóta ítrekað af sér og að okurvextir upp á 50% lækki niður í 20%.

Ég hvet hv. þingmenn til að styðja breytingartillögur minni hlutans (Forseti hringir.) og síðan breytingartillögur meiri hlutans í þeim tilfellum þegar minni hlutinn er ekki með breytingartillögur.