150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

neytendalán.

223. mál
[20:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna heitt og innilega þessu máli og styð það heils hugar. Ég vona að í eitt skipti fyrir öll séum við að koma í veg fyrir þessi smálánafyrirtæki sem okra á unga fólkinu okkar og þeim sem síst skyldi. Þetta er frábært og vonandi dugir þetta til að stoppa í eitt skipti fyrir öll að þessi smálánafyrirtæki geti hagað sér eins og þau hafa gert hér undanfarið.