150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[20:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hérna erum við að ræða mál Flokks fólksins sem alltaf hefur verið mál Flokks fólksins, vandað og mjög einfalt mál. Við erum að einfalda almannatryggingakerfið gjörsamlega eins og hægt er að gera og leggja til skatta- og skerðingarlaust 300.000 kr. eins og væri ef rétt hefði verið gefið frá 1988. Ég vil líka benda á það sem ég gleymdi þegar ég flutti nefndarálit minni hlutans, að á þessu máli eru Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, og Halldóra Mogensen ásamt Flokki fólksins. Þær styðja málið og ég segi fyrir mitt leyti að ég vona svo heitt og innilega að allir hinir sjái ljósið og samþykki tillöguna.