150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[21:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Kostnaður? Það að hækka öryrkja upp í 300.000 kr. skatta- og skerðingarlaust er kostnaður. Það er kostnaður að leyfa þessu fólki að eiga fyrir mat. (IngS: Örorkubyrði.) Það er kostnaður að —

(Forseti (SJS): Gefa ræðumanni hljóð.)

Það er kostnaður að taka kjaraskerðinguna, þetta er eini hópurinn sem ekki hefur fengið leiðrétta kjaraskerðingu. Kostnaður sem hefur stóraukist er skattar á þetta fólk. Það er búið að stórauka skatta (IngS: Örorkubyrði.) og sú leið er farin að persónuafsláttur hefur ekki verið látinn fylgja verðlagi. Það er alveg með ólíkindum að ár eftir ár skuli vera hægt að halda þessum hópi niðri og segja að ef hópurinn eigi að eiga fyrir húsnæði eða mat sé það kostnaður. Ég segi bara: Skilið honum þannig að fólkið geti lifað mannsæmandi lífi og kallið það ekki kostnað.