150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[21:07]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Menn koma hingað upp og segja að 36 milljarðar séu rosalegur kostnaður. Þetta er ekki kostnaður. (Gripið fram í: Þetta er …) Þetta er til að framfæra fólk. (Gripið fram í.) En hvað kalla þeir þá mistök upp á 140–200 milljarða hjá Íbúðalánasjóði, mistök sem myndu duga til að borga þessa upphæð í sex ár? Ha? Það er allt í lagi. Hvað er það? Einhver gerði bara mistök? (Gripið fram í.) 140 eða 200 milljarðar, það veit enginn hver upphæðin verður. (Forseti hringir.) Þetta myndi duga í sex ár fyrir þessa einstaklinga. Hvernig væri að við hættum að gera svona mistök og létum þessa einstaklinga fá þessa peninga?

Þingmaðurinn segir já.