Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

fjölmiðlar.

458. mál
[22:05]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Ég vil í fyrsta lagi nefna að vinna við gerð þjónustusamnings er í fullum gangi. Þar leggjum við í fyrsta lagi mikla áherslu á tungumálið, að við séum í sókn fyrir það, bæði í sókn og vörn, til að tryggja framtíð tungumálsins. Í öðru lagi leggjum við ríka áherslu á fræðslu, að auka allt sem tengist menntun og sérstaklega menntun barna og ungs fólks.

Hv. þingmaður spurði úti í sjálfstæði og var að hugsa um hvort þetta myndi hafa þannig áhrif að fjölmiðlar yrðu of háðir ríkisvaldinu. Ég tel þetta gagnlega spurningu og vil svara henni þannig að annars staðar á Norðurlöndunum er sams konar fyrirkomulag og ég hef ekki heyrt af þeirri gagnrýni að þetta sé þannig ríkisstuðningur að hann hafi áhrif á sjálfstæði ritstjórna. Ég ber einfaldlega það mikið traust til fjölmiðlamanna að ég hef ekki áhyggjur af því að ríkisstyrkur í þessu formi hafi áhrif á sjálfstæði þeirra.

Ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni er varðar íslenskuna og hvaða kröfur við ætlum að gera. Við gerum þær kröfur að við förum eftir íslenskri málstefnu og erum núna að vinna eftir þingsályktun sem var samþykkt á þingi af öllum þingmönnum sem miðar að því að styrkja allt sem tengist tungumálinu okkar í samfélaginu.