Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 46. fundur,  17. des. 2019.

fjölmiðlar.

458. mál
[01:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Ég velti fyrir mér hvað hefði gerst ef starfsmaður í einhverju öðru hlutafélagi en ohf.-félagi hefði talað svona. Hvaða afleiðingar halda menn að hefðu orðið af því? Við vitum alveg hvaða afleiðingar yrðu af því. Þess vegna finnst mér fyrir neðan allar hellur að nokkrum starfsmanni, þó að í ohf. sé, detti í hug að rita svona. Þetta segir manni ansi mikið um hvernig þessi stofnun er að mörgu leyti. Hún er bara á sjálfstýringu eins og ég hef stundum sagt. Þetta er eins og hvert annað einkafirma starfsmanna sem virðast ekki bera ábyrgð gagnvart neinum. Það er hætta á því í stofnun af þessu tagi. Það er ótrúlega óskammfeilið af starfsmanni RÚV að skrifa svona. Ég veit fyrir víst að þetta myndi enginn komast upp með í neinu öðru félagi en opinberu hlutafélagi. Þess vegna er ég mjög ósáttur við það yfir höfuð að starfsemi af þessu tagi, sem á auðvitað ekki að vera í samkeppni, sé hlutafélag. Með því að gera stofnunina að hlutafélagi voru menn bara að samþykkja að þetta félag, sem hafði forskot, fengi að vera í samkeppni við einkamiðla og enginn sagði neitt. Á öllum öðrum markaði í atvinnulífinu á Íslandi voru menn algjörlega brjálaðir (Forseti hringir.) ef einhver var sterkari í samkeppni og hafði eitthvert forskot.