150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

tilkynning.

[10:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill upplýsa aðeins um fundarhaldið eins og það er fyrirhugað í dag. Við munum nú taka til við þá löngu dagskrá sem fyrir okkur liggur á þessum fundi og safna atkvæðagreiðslum saman í lok þess fundar, nær það nú verður. Mögulega gerum við stutt hlé á undan þeirri atkvæðagreiðslu en með því lýkur fyrri fundi dagsins.

Að afloknu hádegishléi á milli funda hefst svo síðari fundur. Á honum verða væntanlega fyrst og fremst tvö mál á dagskrá, þ.e. 3. umr. um frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar og munnleg skýrsla forsætisráðherra um óveðrið, afleiðingar þess og viðbrögð stjórnvalda. Erfitt er að tímasetja þetta nákvæmlega en hv. þingmenn verða á svæðinu og fylgjast vel með.