150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[11:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Svo langt sem það nær að klappa eitthvað í stein þá er það gert með þessu. Hins vegar er ákvæðið í seinasta málslið í bráðabirgðaákvæðinu nokkurs konar öryggisventill þannig að það liggi a.m.k. fyrir að við viljum ekki hverfa til fyrirkomulagsins til að mynda núll, tólf. Það viljum við alls ekki. Þess vegna þarf með einhverju móti að skilgreina alla mánuðina ef svo ólíklega vildi til að ráðherra kæmi ekki með frumvarp.