150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:01]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi kirkjujarðasamkomulagið fór nefndin mjög vel yfir það. Ég veit að hv. þingmaður hefur jafnframt gert grein fyrir því í sínum fjölmörgu ræðum þar um og vísað til fimm ára reglunnar. Ég met þær skýringar svo að það standist lögin vegna þess að hér er viðbótarsamningur á grundvelli eldra samkomulags.

Hinar spurningarnar tvær duttu þær út þegar ég var að móta svarið við fyrstu spurningunni. (Gripið fram í.) Já, akkúrat, í fjáraukanum. Ég met það svo að það standist fjáraukann. Ráðuneytið kom einmitt með ágætissamantekt á því af hverju það var samþykkt í fjárauka. Við fórum vel yfir það í nefndinni og ég er með minnisblað þess efnis. Við ræddum það býsna opinskátt líka í 2. umr. að af því að samningar voru opnir og að við sjáum þetta ítrekað í fjárauka getum við sagt að vegna þeirra samninga sem hafa verið svona lifandi í gegnum a.m.k. þrenn fjáraukalög sem ég man fögnum við því að það sé frá með þessum viðbótarsamningum.