150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[14:20]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum munum sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp og bendum á að í umsögnum kom fram að vísa ætti málinu til umfjöllunar og til heildrænnar stefnumótunar í landbúnaði. Við leggjumst ekki gegn því að málið hljóti brautargengi en bendum á að málið er seint fram komið og erum hugsi yfir því hvers vegna liggur á að hraða málinu í gegnum þingið á sama tíma og markmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um sjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eru enn í gangi.