150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[14:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég ætla aðeins að leiðrétta þetta. Flestar breytingar sem atvinnuveganefnd gerði á málinu voru til að þrengja að því, gera tollverndina sterkari. Það er það sem búvöruframleiðendur kölluðu eftir og fengu. (Gripið fram í.) Það er ekki gott fyrir neytendur. (LRM: Jú.) Nei, það er ekki gott fyrir neytendur. (Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Ekki samtal.)

Tollvernd er ekki góð fyrir neytendur, það er hagfræði 101 og það vita allir þannig að við skulum halda þessu til haga. (Gripið fram í.)