Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

sviðslistir.

276. mál
[14:29]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri lagasetningu sem við erum að ganga í. Þetta er mikið heillaskref og er til þess fallið að efla menningarlíf í landinu, enda hafa sviðslistir verið í mikilli sókn. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir mjög gott starf og einnig þeim fjölmörgu sem hafa komið að vinnslu þessa frumvarps.