150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[14:39]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni getum ekki stutt þetta mál. Þrátt fyrir að maður geti oft stutt það að sameina stofnanir er þetta mál einfaldlega svo illa unnið að það er ekki hægt annað en að sitja hjá. Nú berast þær fregnir að skipurit hinnar nýju stofnunar sé svo mikið laumuspil að þeir starfsmenn sem hvað helst búa yfir sérfræðiþekkingu innan Mannvirkjastofnunar séu verulega að hugsa sinn gang, þ.e. hvort þeir muni fylgja yfir í hina nýju stofnun.

Málið virðist allt einhvern veginn vera unnið með handarbökunum og við í Samfylkingunni getum því ekki stutt það.