150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[14:52]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að nýta tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir mjög hraða framgöngu í þessu máli. Hér erum við að útfæra gamalt samkomulag og tökum engar nýjar skuldbindingar á okkur, þetta er einungis útfærsla á viðbótarsamkomulagi sem samþykkt var í september við kirkjuna, viðbótarsamkomulagi sem gerir það að verkum að frá áramótum verða starfsmenn þjóðkirkjunnar ekki lengur starfsmenn ríkisins heldur starfsmenn kirkjunnar sjálfrar og þá mun kirkjan fremur líkjast frjálsu trúfélagi líkt og önnur.