150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[14:54]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þjóðkirkjan er merk stofnun og hefur unnið gott starf. Mál þetta snýst ekkert um störf þjóðkirkjunnar, málið snýst um aðkomu Alþingis að viðbótarsamningi til viðbótar við svokallað kirkjujarðasamkomulag. Málið sem hér er flutt hvílir á þeim grundvelli. Alþingi hefur ekki haft neina aðkomu að þessari breytingu sem sögð er vera einungis tæknileg breyting. Það er ekki svo, þetta er grundvallarbreyting.

Hér var nefnt að kirkjan starfaði um allt land. Það hefur hún væntanlega gert vegna þess að henni hafa verið tryggð laun ákveðins fjölda presta og biskupa. Því er kippt úr sambandi með þessari litlu tæknilegu útfærslu. (Forseti hringir.) Því er kippt úr sambandi, kirkjan hefur engar skyldur samkvæmt þessum samningi til að halda uppi starfi, hvorki úti um land né hér ef út í það er farið. (Gripið fram í: Það er rangt.)