150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

kynrænt sjálfræði.

469. mál
[15:01]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Mig langar fyrst og fremst að koma hingað upp og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir að bregðast við því ástandi sem komið var upp og skýra vilja löggjafans í þessu máli þannig að nú sé algjörlega ljóst að þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis njóti sömu réttinda og aðrir þegar kemur að því að breyta skráningu sinni á kyni og nafni. Fyrst og fremst þakka ég hv. nefnd fyrir að bregðast snöfurmannlega við og skýra vilja löggjafans með þessum afdráttarlausa hætti.

Ég segi já.