150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

kynrænt sjálfræði.

469. mál
[15:02]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að fagna þessu máli. Auðvitað á fólk að geta leiðrétt kyn sitt eða breytt því í þjóðskrá þrátt fyrir lögheimilisskráningu erlendis. En mig langar aðeins að minna á að sama ríkisstjórn og greiðir nú atkvæði með þessu felldi tillögu um að fólk mætti breyta nöfnum sínum, hún felldi tillögu síðasta vor um breytingu á mannanafnalögum og er það miður. Ég vona að ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn fari að íhuga aðeins hvort hér sé ekki pínulítill tvískinnungur á ferðinni.