150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[15:08]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um ágætt fjáraukalagafrumvarp sem batnaði enn frekar í meðförum fjárlaganefndar og mig langar að fagna því sérstaklega að hér er verið að greiða 10.000 kr. skatta- og skerðingarlaust á mann til þeirra sem fengu greidda desemberuppbót frá Tryggingastofnun fyrr í mánuðinum. Þetta skiptir þann hóp gríðarlega miklu máli.

Það er því með mjög mikilli gleði sem ég greiði atkvæði með þessu fjáraukalagafrumvarpi.