150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

veiting ríkisborgararéttar.

480. mál
[17:19]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Bara til að upplýsa hv. þingmann er frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Það felur það í sér að afgreiða verði a.m.k. töluvert miklu fleiri mál á vettvangi stjórnsýslunnar en er í dag sem ætti að þjóna þeim tilgangi að fækka verulega þeim álitamálum sem koma til kasta Alþingis. Vegna orða hv. þingmanns er rétt að þessar upplýsingar komi fram.