150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[18:14]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við þingmenn Miðflokksins munum sitja hjá við breytingartillögur sem komið hafa fram í þessu máli. Við munum vissulega styðja 12 mánaða fæðingarorlofsþáttinn, enda hagsmunir barna og fjölskyldna í húfi. Það sem birst hefur okkur hér í dag er leikhús fáránleikans og ég vona sannarlega að það verði ekki að vana í þessum sal.

Ég tek undir þau orð að það sé þó fagnaðarefni að við séum að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði.