150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[18:21]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um lengingu á fæðingarorlofi. Það er með miklu stolti sem ég mun greiða atkvæði með þessu máli. Ég held að við getum varla tekið betri ákvörðun í jafnréttismálum, í málefnum barna og í málefnum alls samfélagsins í einu vetfangi en með þessu máli. Við ætlum áfram að tryggja að Ísland sé framsækið í jafnréttismálum. Við ætlum áfram að tryggja að Ísland standi í fremstu röð þegar kemur að málefnum barna. Ég hvet þá þingmenn sem velta því fyrir sér að greiða ekki atkvæði með breytingartillögunum að greiða atkvæði með málinu svo breyttu og sýna þannig raunverulega hug sinn í verki til þessa máls.