150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[16:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 610, um auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, frá Ólafi Ísleifssyni; frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 702, um bætur fyrir mistök í heilbrigðisþjónustu, frá Jóni Þór Ólafssyni; og á þskj. 780, um varaafl heilbrigðisstofnana, frá Andrési Inga Jónssyni; frá forsætisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 563, um starfsmannamál ráðuneytisins og stofnana þess, frá Birgi Þórarinssyni; frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, frá Ólafi Ísleifssyni; á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, frá Ólafi Ísleifssyni; á þskj. 508, um stríðsáróður, frá Andrési Inga Jónssyni; og á þskj. 710, um birtingu alþjóðasamninga, frá Andrési Inga Jónssyni.

Loks eru bréf frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 565, um starfsmannamál ráðuneytisins og stofnana þess, frá Birgi Þórarinssyni; á þskj. 614, um skiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, frá Helgu Völu Helgadóttur; og á þskj. 555, um barnaverndarnefndir og umgengni, frá Jóni Þór Ólafssyni.