150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[16:29]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ein mínúta þannig að ég skal hafa einfalda spurningu. Ég ætla að spyrja út í tvö atriði sem komu af einhverjum ástæðum ekki fram í ræðu hæstv. forsætisráðherra. Fyrst ætla ég að spyrja um aðgerðir í þágu jöfnunar. Það er að sjálfsögðu mjög gleðilegt að ríkisstjórnin hafi, eftir að verkalýðshreyfingin teymdi hana að borðinu, komið fram með þriðja þrepið neðst niðri. Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra og það nægir að svara með jái eða neii: Hefði hún ekki talið æskilegast að fá fjórða þrepið á mjög háar tekjur?