150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[16:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. forsætisráðherra kom inn á lífskjarasamningana og mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra um þessa lífskjarasamninga sem allir virðast hafa fengið nema þeir sem þurftu mest á því að halda, eldri borgarar og öryrkjar. Stendur til hjá þessari ríkisstjórn að sjá til þess að sá hópur fái nákvæmlega þennan samning eða er það algjörlega garanterað hjá ríkisstjórninni að mismuna þeim hópi og sjá til þess að hann verði eini hópurinn sem stendur eftir? Ég spyr vegna þess að þessi hópur hefur heldur ekki fengið kjaragliðnunina sem allir hafa fengið. Þessi hópur var líka skilinn eftir þar. Ef við leggjum þetta saman erum við að tala um tugi þúsunda sem þennan hóp vantar upp á. Á hann enn eina ferðina að herða sultarólina og horfa inn í tóman ísskápinn eða á að gera eitthvað fyrir hann?